Jarðvinnsla sem þessi bætir mjög aðstæður til gróðursetningar og vaxtarskilyrði trjáplantnanna. Hún …
Jarðvinnsla sem þessi bætir mjög aðstæður til gróðursetningar og vaxtarskilyrði trjáplantnanna. Hún hverfur á fáum árum. Ljósmynd: Þröstur Eysteinsson

Framkvæmdir við skógrækt eru hafnar á Ormsstöðum í Breiðdal. Þar verður gróðursett til skógar á um 140 hekturum lands á næstu tveimur árum með aðstoð frá samtökunum One Tree Planted. Ummerki um þá jarðvinnslu sem þar fer nú fram hverfa á fáum árum en jarðvinnslan flýtir fyrir því að skógur komi í landið.

TTS-herfi aftan í dráttarvél. Ljósmynd: Þröstur EysteinssonMarkmið skógræktar á Ormsstöðum eru að binda kolefni, efla lífríkið, skapa aðstöðu til útivistar og framleiða timbur í framtíðinni. Liður í þessum markmiðum er að sjá til þess að skógurinn vaxi vel svo ekki þurfi að bíða lengi eftir þeirri framtíð.

Hluti svæðisins hefur verið jarðunninn til undirbúnings gróðursetningar og var notað til þess svo kallað TTS-herfi. Jarðvinnslan bætir mjög aðstæður til gróðursetningar og vaxtarskilyrði trjáplantnanna. Jarðvinnslan eykur hita í jarðveginum og losar um næringarefni, sem hvort tveggja nytist trjáplöntum mjög vel. Vöxtur trjáa er allt að helmingi meiri á jarðunnum svæðum en óhreyfðum. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sá aukni vöxtur meira en vegur á móti þeirri litlu CO2-losun sem verður vegna jarðvinnslunnar. Hafist verður handa við gróðursetningu strax í framhaldi af jarðvinnslunni.

Jarðvinnslan kann að stinga í augu til að byrja með, en hún gerir ótvírætt gagn og sárin gróa á fáum árum. Við hjá Skógræktinni vonumst til þess að fólk sýni þessu skilning og fagni tilkomu nýs skógar með okkur.

Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson

Jarðvinnsla á Ormsstöðum í Breiðdal sem One Tree Planted fjármagnar. Ljósmynd: Þröstur Eysteinsson