Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir að þær stafafurur sem t…
Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir að þær stafafurur sem teknar eru í Heiðmörk séu nú orðið aðallega úr sjálfsáningum.

Minnkar sótspor jólanna

Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktar­ráðgjafi Skógræktarinnar á Vesturlandi og kvikmyndagerðarmaður hjá KvikLandi, hefur sent frá sér nýtt myndband um íslenska jólatréð. Þar segir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykja­víkur, frá kostum þess að velja lifandi íslenskt jólatré.

Myndbandið er samvinnuverkefni Skóg­ræktarinnar, Skógræktarfélags Íslands, Landssambands skógareigenda og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Fylgst er með Gústaf Jarli og félögum þar sem þeir fella stafafurur í Heiðmörk og fram kemur að nú orðið séu þessar furur aðallega teknar úr sjálfsáningum, mjög falleg jólatré.

Að velja íslenskt jólatré dregur úr umhverfisáhrifum jólahaldsins og stuðlar raunverulega að jákvæðum umhverfis­áhrif­um því fyrir hvert fellt jólatré eru gróðursett fimmtíu tré í staðinn. Því má segja að íslenskt jólatré stuðli að því að minnka sótspor jólanna hjá hverri fjölskyldu því trén sem gróðursett eru binda koltvísýring og græða upp landið.

Íslenska jólatréð

Texti: Pétur Halldórsson