Fyrirtækið tekur út umhverfisáhrif sín og leitar leiða til mótvægis

IKEA á Íslandi vinnur nú að því að meta kolefnisfótspor starfsemi sinnar og hyggst grípa til aðgerða til kolefnisjöfnunar. Settar hafa verið upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla, í ráði er að framleiða rafmagn með sólar­sellum og metan úr matarafgöngum en fyrirtækið hugar einnig að möguleikum sem felast í endurheimt votlendis og skógrækt.

Í Morgunblaðinu í dag er við Þórarin Ævars­son sem stýrir IKEA á Íslandi. Hann segir að nú séu 50 bílastæði fyrir viðskipta­vini búin hleðslustöðvum, bæði hæghleðslu og hraðhleðslu. Þá hafi fyrsta hleðslu­stæð­ið sérmerkt fötluðum verið tekið í notkun og fyrirtækið hafi sett upp tíu stæði við starfs­manna­inngang sem ríflega tugur starfs­manna IKEA nýti sér. Nú hefur Ikea tekið ákvörð­un um að nýta orku sólar­innar í starf­seminni og innan nokkurra vikna verður hafist handa við að koma sólarsellumfyrir í tilraunaskyni á þaki einnar byggingar fyrirtækisins. Þeim er ætlað að anna rafmagnsþörf rafbíla starfsmanna en ef rektur þeirra gengur vel segir Þórarinn að fyrirtækið hafi áhuga á að nýta gríðarstóran þakflöt verslunarinnar í Garðabæ til raforkuframleiðslu með sólarsellum.

„Við erum einnig að skoða möguleika á því að kosta fjármagni til endurheimtar votlendis og þá skoðum við einnig tækifæri í aðkomu að skógrækt. Kannski kaupum við einfaldlega land undir hana. En það verður að koma í ljós,“ segir Þórarinn Ævarsson í samtali við Morgunblaðið.

.