(Mynd: Ólafur Oddsson)
(Mynd: Ólafur Oddsson)

Fyrir skemmstu hélt Lesið í skóginn námskeið í samvinnu við FIT, Félag iðntæknigreina, undir leiðsögn Ólafs Oddssonar. Námskeiðið fór fram í Heiðmörk og komu þátttakendur úr ýmsum iðngreinum, s.s. bifvélavirkun, blikksmíði, garðyrkju og rafvirkjun. Það vafðist því ekki fyrir þeim að tileinka sér aðferðir tálgutækninnar, læra að kljúfa og tálga með exi og vinna ýmsa gripi úr birki, ösp, selju, hegg og hlyn.

Þar sem tilgangur námskeiðsins var m.a. að undirbúa smíði húsgagna og leiktækja til að setja upp í lundi félagsins, voru búnar til frummyndir að húsgögnum, viðarkleif, leiktækjum og öðrum samsettum verkefnum.Hluti hópsins hafði sótt námskeið helgina áður í grisjun og umhirðu undir stjórn Ólafs Erlings, starfsmanns Skógræktarfélags Reykjavíkur. Námskeiðið fór fram í landnemareit FIT.

frett_03052011_1

frett_03052011_3

frett_03052011_2

Myndir og texti: Ólafur Oddsson