Í síðustu viku komu nemendur úr grunndeild tréiðnaðardeildar Iðnskólans í Reykjavík í heimsókn á Mógilsá. Heimsóknin var liður í þemadögum skólans og var heimsóknin undirbúin sérstaklega með kennurum deildarinnar.
Nemendurnir kynntust ferskum íslenskum við í gegnum tálguverkefnið og þurftu sjálf að kljúfa efni í smörhnífa og velja efni í önnur verkefni. Flettisögin var skoðuð, farið í skógarferð þar sem þeim voru kynntar trjátegundir, grisjun og um lífið í skóginum.
Gestunum þótti heimsóknin góð tilbreyting frá hefðbundnu námi í deildinni.