(Mynd: Hreinn Óskarsson)
(Mynd: Hreinn Óskarsson)
Einstök hausthlýindi hafa verið á landinu og þessa dagana er enn ágætis sumarhiti. Í skógum sjást enn blómstrandi jurtir s.s. vallhumall, blágresi og ýmsir fíflar. Reyniviðir á Suðurlandi hafa borið góðan ávöxt í sumar og sjást tré af öllum stærðum nú hlaðin rauðum berjum og í sumum tilfellum eru greinar sligaðar af berjunum. En þó nú sé komið fram í október og haustlitir í algleymingi virðist reyniviðartré eitt í Laugarvatnsskógi ekki fylgja árstíðunum. Reyniviður sem stendur í vegarbrún gamla vegarins upp á Lyngdalsheiði blómstrar þessa dagana þó hann sé að öðru leyti kominn í haustbúning. Ekki hafa fengist neinar góðar skýringar á af hverju reyniviðurinn hagar sé svona, en líklegast er þó að sumarið sé orðið það langt að síðsumarsprotar hafi í sumarhitum myndað blómbrum sem svo hafi farið af stað í hlýindunum í haust. Nú þegar fer að kólna meira á næstu vikum munu þessi blóm vænanleg frjósa og ekki má vænta berja af þeim. Myndir nar að neðan sýna blómstrandi reynivið í haustlitunum og sú að ofan blágresi í Þjórsárdal.

 frett_12102010_3     frett_12102010_2Texti og myndir: Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi