Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á Íslandi er á ári hverju u.þ.b. 4 milljón tonn CO2.

Forsenda 1:  Gefum okkur að skógur bindi 4.4 tonn CO2 á hektara (ha) á ári, sem er áætluð meðalbinding í ræktuðum íslenskum skógum til þessa.  Þá þarf að rækta skóg á 909.090 ha = 9091 km2 = ca 9% af landinu.  Þegar hefur skógur með þessa meðalbindingu verið gróðursettur á um 280 km2 lands og því vantar 8811 km2 uppá. Til samanburðar er þetta sama flatarmál og sem nemur Árnessýslu (8810 km2).  Heildarflatarmál Íslands er 103,000 km2.

Forsenda 2:  Gefum okkur að bindihraðinn sé svipaður og í ungum lerkiskógi að Vallanesi á Fljótsdalshéraði, sem er 7.2 tonn CO2 á ha á ári.  Þá þarf að rækta skóg á 555.000 ha = 5550 km2, sem nemur rúmlega flatarmáli Norður-Þingeyjarsýslu (5380 km2) eða rúmlega 5% af flatarmáli Íslands.

Forsenda 3:  Ef bindihraðinn er svipaður og hjá hraðvöxnustu alaskaösp, við bestu vaxtarskilyrði og umhirðu, þ.e. 23 tonn CO2 á ha á ári, þá þarf að rækta skóg á 173.913 ha = 1739 km2 .  Það samsvarar tæplega flatarmáli Borgarfjarðarsýslu (1950 km2) eða tæplega 2% af flatarmáli Íslands.

Mikilvægt er að hafa í huga að ekki þarf að gróðursetja þennan hektarafjölda á ári hverju heldur mun þessi skógur (1739-9091 km2) binda þetta kolefnismagn á hverju ári að meðaltali yfir líftíma skógarins (1-2 aldir).  Ef við deilum skóggræðslunni á næstu 50 ár, þarf að rækta 180 km2 á hverju ári miðað við meðalbindingu en aðeins 34 km2 ef við hámörkum bindinguna.  Núverandi árleg gróðursetning er tæplega 20 km2