Dr Thorunn Helgason flytur hádegisfyrirlestur í Öskju

Föstudaginn 15. desember flytur Thorunn Helgason, doktor í líffræði við háskólann í York, hádegiserindi í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, um landbúnað, jarðveg og framleiðni þar sem hún spyr hver sé framtíð örverulífs í jarðvegi.

Thorunn ræðir þar um mikilvægi jarðvegs fyrir allt líf á jörðinni og þar með fyrir mannkynið en einnig áhrif nútíma landbúnaðar á jarðveg og jarðvegslíf. Þá fer hún yfir rannsóknir þeirra hjá háskólanum í York á örverusamfélögum í jarðvegi og hvernig stuðla má að heilbrigði og virkni þessara kerfa sem eru okkur svo mikilvæg.

Thorunn  Helgason nam líffræði í Edinborg og lauk þar doktorsprófi 1993. Á námstímanum starfaði hún um hríð við rannsóknir á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá árin 1988-1989. Hún er nú dósent við háskólann í York.

Fyrirlesturinn verður á ensku og hefst klukkan 12.30 en áætlað er að honum ljúki um kl. 13.10. Hér fyrir neðan er titill fyrirlestrarins og ágrip á ensku. Allir eru velkomnir.

Agriculture, soils and productivity: what is the future for the soil microbiome?

The expanding global human population depends on soils for agriculture and forestry production. Many other ecosystem properties and services such as flood and drought mitigation, and biodiversity also depend upon the existence of healthy soils. But soil is a finite resource, and is being lost at much greater rates than new soil is formed. Policy makers and researchers are increasingly trying to understand what defines a “healthy” soil, how that can be measured, and what steps are needed to restore and maintain soil health. It is clear that many of the important processes and transitions in soil are microbial in origin.

In this talk, I will present our work on a working farm in Yorkshire, UK where detailed studies of soil microbial communities using high throughput sequencing technologies are giving insights into how modern farming affects the soil ecosystem. A better understanding of the composition, structure and function of soil microbial communities will show what management practices are best for soil function, so that all the properties of soils on which we are so dependent, can be maintained.