Í yfir 1.000 metra hæð í Rodnei-fjöllunum nyrst í Rúmeníu eru þrjár barrtrjátegundir ríkjandi, lágva…
Í yfir 1.000 metra hæð í Rodnei-fjöllunum nyrst í Rúmeníu eru þrjár barrtrjátegundir ríkjandi, lágvaxið kjarr bergfuru (Pinus mugo), þéttir rauðgreniskógar (Picea abies) og sembrafura (lindifura, Pinus cembra) sem stendur sem stök tré eða í gisnum lundum í hlíðum fjallanna. Óvíst er hvernig sembrafurunni gengur í samkeppni við aðrar tegundir eftir því sem meira hlýnar.

Þróunarmöguleikar skógarplantna á tímum loftslagsbreytinga

Nýlokið er á Selfossi alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og þróunarmöguleika skógarplantna. Þar var fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum. Í tengslum við ráðstefnuna stendur nú yfir tveggja daga námskeið eða vinnusmiðja um þessi málefni, loftslagsbreytingar og aðlögunarhæfni skógartrjáa þar sem farið er í hvernig meta má og greina aðlögunarþætti í tilraunum sem gerðar eru í skógi eða á staðnum. Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann á Mógilsá, í Samfélaginu á Rás 1 í dag.

Inngangsfyrirlesarar á ráðstefnunni voru þekktir sérfræðingar á þessu sviði skógvísinda:

Ráðstefnan var haldin á vegum norræna verkefnisins AdapCAR og evrópska verkefnisins Evoltree. AdapCAR er samstarfsvettvangur um framhaldsrannsóknir í skógerfðafræði, plöntuuppeldi og endurnýjun skóga sem snúast um að aðlagast loftslagsbreytingum og hamla gegn þeim. Þetta er fimm ára verkefni sem hófst 2011 og lýkur í ár. Evoltree er Evrópuverkefni sem starfar nú orðið undir hatti evrópsku skógarstofnunarinnar EFI. Markmið þess er að tengja saman fjögur meginsvið, vistfræði, erfðafræði, genamengjafræði og þróunarfræði, til að fást við þau alheimsvandamál sem nú herja á skóga Evrópu með umhverfisbreytingum og skertri líffjölbreytni. Nú starfa 32 rannsóknarhópar undir merkjum Evoltree í 24 Evrópulöndum.

Þegar veður hlýnar færist kjörlendi ýmissa lífvera til. Fuglar og önnur dýr geta fært sig úr stað en það geta trén ekki nema á löngum tíma, jafnvel of löngum til að þau geti haldið í við hraða loftslagsbeytinganna. Áhrif þessara breytinga gætu þess vegna orðið þau að skilyrði sem hentuðu tré þegar það spratt af fræi séu ekki lengur fyrir hendi þegar tréð er vaxið upp. Fræ þessara trjáa falla því í jörð á svæði sem ekki hentar þeim lengur.

Í Samfélaginu á Rás 1 í dag var rætt við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, um þessa þróun.

Texti og mynd: Pétur Halldórsson