Húsið við Fjósakamb 4 í Hallormsstaðaskógi hefur nú fengið nýjan og „skógarlegan“ svip með ókantaðri…
Húsið við Fjósakamb 4 í Hallormsstaðaskógi hefur nú fengið nýjan og „skógarlegan“ svip með ókantaðri greniklæðningu úr skóginum.

Töluvert fellur nú til af sitkagreni úr skógum á Suður- og Vesturlandi

I Hallormsstaðaskógi er einbýlishús sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga. Húsið var byggt 1976 og klætt með nótuðum krossviði. Hjónin Védís Klara Þórðardóttir og Friðrik Gauti Kjartansson, sem reka hesta- og bátaleigu í Hallormsstaðaskógi, keyptu húsið fyrir nokkrum árum og ákváðu að byggja við það, breyta því og bæta útlit þess. Húsið er nú um 120m².

Utan á nótaða krossviðinn er nú búið að klæða veggi með 25 mm óköntuðu sitkagreni. Grenið í húsið var grisjað úr tveimur litlum reitum frá 1958 og 1975. Efninu flettu starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað og þar var það einnig þurrkað. Auk veggklæðningar eru grindverk að hluta til umhverfis húsið smíðuð úr óköntuðu greni. Verkið vann Frosti Þorkelsson, smiður á Egilsstöðum.

Í Skandinavíu er vinsælt að klæða sumarhús með ókantaðri klæðningu. Þar er slíkt efni oftast nnið úr skógarfuru og nefnist klæðningin vildmarkspanel. Íslensku skógarnir eru nú farnir að gefa af sér efni af þessum toga. Það ætti að vera hægt að útvega í öllum skógarvarðarumdæmunum fjórum. Timbur er sagað á Hallormsstað, Vöglum, í Hvammi Skorradal og í Þjórsárdal. Einkum fellur nú mikið til af sitkagreni í skógum Skógræktar ríkisins á Suður- og Vesturlandi.



Texti: Pétur Halldórsson og Þór Þorfinnsson
Myndir: Þór Þorfinnsson