Þessi misserin er unnið sleitulaust að grisjun skóga í Haukadal og útkeyrslu á efni. Hundruðum rúmmetra af efni hefur verið ekið út úr nokkrum reitum í dalnum síðustu mánuði og er efnið flokkað í spírur, flettivið, kurlvið og við sem seldur er í iðnað, s.s. spænisvinnslu. Fjórir starfsmenn starfa allt árið í Haukadalnum, auk sumarstarfsmanna og starfsnema, innlendra sem erlendra. Skógarvörður var í heimsókn og tók meðfylgjandi myndir af starfsmönnum og trjáreitum. Áhugavert er að skoða grisjaða reiti og sjá allan þann fjölda af sjálfsánu sitkagreni og furu sem fyllir skógarbotninn, t.d. brautir og rjóður.

Á meðfylgjandi mynd sjást starfsmennirnir Einar Óskarsson, Sævar Hreiðarsson, Níels Magnússon og Eric Baumann, starfsnemi frá Þýskalandi.


frett_28092011_1

frett_28092011_2

frett_28092011_3

frett_28092011_5

frett_28092011_6

Myndir og texti: Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi