Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, kynnti sér skógrækt og starfsemi Skógræktar ríkisins í heimsókn í Hallormsstaðaskógi 6. september. Fór ráðherra í reiðtúr um skóginn endilangan ásamt Jóni Loftssýni skógræktarstjóra, Önnu Kristínu Ólafsdóttur aðstoðarmanni ráðherra, Einari Má Sigurðssyni alþingismanni og Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra. Áð var á fimm stöðum á leiðinni, þar sem starfsfólk Skógræktar ríkisins kynnti nokkur af helstu verkefnum stofnunarinnar. Í hádeginu var komið við á Hafursá þar sem heimafólk veitti ferðalöngum hrátt hangikjöt og silung úr Lagarfljóti með sveppum úr skoginum. Endað var í ketilkaffi í neðstareit í Mörkinni. Þrátt fyrir rigningu fyrripartinn var enginn skortur á góða skapinu, og umræður voru góðar og gagnlegar. Skógrækt ríkisins þakkar ráðherra kærlega fyrir komuna.