Ráðstefnan Heimsins græna gull verður haldin í Kaldalóni í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, laugardaginn 22. október nk. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem allur skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir á alþjóðlegu ári skóga. Fjallað verður um ástand og horfur skóga heimsins.