Ráðstefnan Heimsins græna gull verður haldin í Kaldalóni í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, laugardaginn 22. október nk. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem allur skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir á alþjóðlegu ári skóga. Fjallað verður um ástand og horfur skóga heimsins. 

Hápunktur alþjóðlegs ár skóga á Íslandi

Ráðstefna þessi verður hápunktur margra viðburða sem íslenskt skógræktarfólk hefur staðið fyrir á árinu og er að von ráðstefnuhaldara að skógræktarfólk muni fjölmenna á þennan einstaka viðburð. Markmið ráðstefnunnar er að kynna fyrir íslensku skógræktarfólki ástand og horfur í skógum heimsins. Helstu talsmenn og sérfræðinga í málefnum skóga á heimsvísu munu fjalla um þátt skóga og þýðingu þeirra fyrir mankynið.  

Fjölbreytt erindi

Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir ráðstefnugesti.

Deildarstjóri skógræktardeildar FAO, Mette Wilkie Løyche, mun fara yfir ástand og horfur í skógum heimsins og gefa okkur innsýn í þau tækifæri, hættur og ógnanir sem steðja að skógum jarðar á heímsvísu.

Fulltrúi Evrópulandanna, Jan Heino, fyrrverandi skógræktarstjóri Finnlands, kallar erindi sitt European Forest for People og mun í því fara yfir ástand og horfur í skógum Evrópu og hver eru brýnustu verkefnin sem Evrópuþjóðirnar eru að glíma við.

Skógræktarstjóri Svíþjóðar, Monika Stridsman, fræðir okkur um ástand og horfur í skógum Svíþjóðar og hvaða þýðingu þessi stærsta og verðmætasta auðlind Svíþjóðar hefur fyrir sænskt þjóðfélag.

Skógfræðiprófessor við Dublinarháskóla, Aine Ni Dhubháin, flytur fyrirlestur um skóga og nýskógrækt á Írlandi en Írar stóðu á margan hátt í sömu sporum og Íslendingar um aldamótin 1900 að landið var næarri alveg skóglaust. Hafist var handa við nýskógrækt og í dag er skógarþekja landsins rúm 11%. Hverju hefur þetta breytt fyrir Írland að eignast nýja auðlind og  hvernig eru horfur og ástand skóga Írlands.

Í lokin mun Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna á Íslandi, flyta erindi sem hann kallar Framlag Íslands til skógræktar í heiminum. Mun hann fjalla um stöðu skógræktar í dag og hverjar eru horfurnar í nánustu framtíð.

Eftir hvern fyrirlestur gefst tækifæri til að beina fyrirspurnum til fyrirlesarana. Að loknum fyrirlestrunum mun Jón Geir Pétursson, sérfæðingu í umhverfisráðuneytinu, draga saman efni ráðstefnunar í pallborði og fá viðbrögð fyrirlesara við því sem fram hefur komið.

Ráðstefnan mun fara fram á ensku en boðið verður uppá túlkaþjónustu. Þar sem við erum stödd í Hörpu, musteri hljómleikahalds á Íslandi höfum við fengið söngvarann Gissur Pál Gissurason til að taka nokkur lög og fá ráðstefnugestir þá tækifæri til að upplifa þau einstöku hljómgæði sem húsið hefur uppá að bjóða.

Boðið verður uppá hádegisverð og kaffi og verður það innifalið í ráðstefnugjaldinu.

Dagskrá:

Skráning: