Ný bók um skaðvalda og varnir gegn þeim

Guðmundur Halldórsson og Halldór Sverrisson kynna nýútkomna bók sína Heilbrigði trjágróðurs miðvikudaginn 4. júní frá kl. 17-19. Kynningin verður haldin í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, Reykjavík (Ármúlamegin). Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Heilbrigði trjágróðurs er aðgengileg og gagnleg handbók, ætluð þeim sem rækta tré sér til ánægju og nytja og öðrum sem hafa áhuga á náttúru Íslands. Hún bætir úr brýnni þörf því ýmsir nýir trjáskaðvaldar hafa borist til landsins á síðustu árum.

Í bókinni er öllum helstu sjúkdómum og meindýrum sem herja á trjágróður á Íslandi og skaðvöldunum lýst í máli og myndum. Auk þess er fjallað um skemmdir af völdum veðurs og ýmissa annarra umhverfisþátta.

Almennt verð:  3,490 kr.
Kynningarverð: 2,650 kr.