Þann 6. nóv. síðastliðinn stóð stjórn Landssamtaka skógareigenda fyrir árlegum haustfundi ásamt framkvæmdastjórum skógræktarverkefnanna.

Framkvæmdarstjórar fluttu skýrslur um stöðu skógræktarframkvæmda í hverjum landshluta fyrir sig. Auk þess voru rædd: vsk. mál, sjóðagjöld, ósamræmi á landbótum vegna línu-og vegalagna, væntanlega endurskoðun á lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni, Árni Snæbjörnsson hlunnindaráðunautur Bændasamtaka Íslands hafði kynningu á úrvinnslu úr íslenskum jurtum.

Farið var yfir undirbúning að starfslýsingu, ráðningu og fjármögnun á framkvæmdastjóra fyrir Landssamtök skógareigenda.