(Mynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson)
(Mynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson)

Haustið er komið á Mógilsá. Þar má sjá þetta einstaklega skærrarauða reynitré. Myndina tók Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Um er að ræða fjallareyni (Sorbus commixta) sem vex m.a. í Japan, Rússlandi og Kóreu. Á árunum 1977-1978 voru gróðursett reynifræ sem bárust hingað til lands frá Kóreu og eru reynitrén sem sjást á þessari mynd sprottin af þeim.

Við hvetjum lesendur skogur.is sem luma á fallegum haustmyndum til að senda okkur þær á netfangið esther[hjá]skogur.is.