Efni úr umhverfinu má víða nota í mannvirki á ferðamannastöðum. Gott dæmi um það er notkun á grjóti …
Efni úr umhverfinu má víða nota í mannvirki á ferðamannastöðum. Gott dæmi um það er notkun á grjóti og timbri á Þórsmörk. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði um handverk og efnisnotkun í innviðum á ferðamannastöðum. Námskeiðið er ætlað t.d. verktökum og ráðgjöfum, hönnuðum og umsjónaraðilum ferðamannastaða.

Námskeiðið verður bæði bók- og verklegt með áherslu á stað- og hefðbundið handverk og hvernig það getur nýst við landmótun og uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, en í drögum að Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum er eindregið mælt með að nýttur sé efniviður úr nærumhverfi viðkomandi staða.

Einnig eru vísbendingar í viðhorfskönnunum að ferðamenn óski frekar eftir náttúrulegum, stað- og hefðbundnum arkitektúr/handverki í stað óstaðbundins nútímaarkitektúrs á ferðamannastöðum.

Ýmiss konar hleðslur verða kynntar og lausnir sýndar. Þá verður fjallað um ýmis innlend og erlend dæmi, út frá mismunandi stefnum og aðstæðum og þeim spurningum velt upp hvort jafnvel megi viðhalda víðernis- eða náttúruupplifun með réttu efnisvali, yfirbragði og handverki.

Kennsla: Gunnar Óli Guðjónsson landslagsarkitekt, Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við LbhÍ og fleiri sérfræðingar.

Tími: Fös. 11. okt. og lau. 12. okt. kl. 10-17 í Þjóðgarðinum á Snæfellsnesi, á Malarrifi og á Öndverðarnesi.

Skráning