Hæsta jólatré úr Hallormsstaðaskógi var fellt á dögunum en það er 13,5 m á hæð. Tréð, sem er sitkagreni, er jafnframt hæsta jólatré úr íslenskum skógi á þessu ári. Sitkagrenið stóð í trjálundi sem gróðursettur var 1979 af norsku skógræktarfólki sem dvaldi í Hallormsstaðaskógi í tíu daga skiptiferð. Á sama tíma voru íslenskt skógræktarfólk í Noregi og vann við ýmis skógræktarstörf. Þessar skiptiferðir milli landanna hófust 1949 og stóðu yfir í þrjá áratugi. Margir fallegir trjálundir eru gróðursettir af norsku skógræktarfólki víðsvegar um landið.

Tréð var flutt frá Hallormsstað, niður á Reyðarfjörðar, þar sem það var reist við álver Fjarðaáls. Ljós voru tendruð á trénu á miðvikudaginn þegar leikskólabörn gegnum í kringum tréð og sungu jólalög.

frett_09122011_ 1

frett_09122011_ 6

frett_09122011_ 4

frett_09122011_ 5

Myndir: Þór Þorfinnsson og Hilmar Sigurbjörnsson