Í byrjun nóvember var fellt hæsta jólatré landsmanna hingað til og er það 17,2 m. Var tréð tekið í Haukadal og er það nú til sýnis fyrir utan hús Orkuveitu Reykjavíkur. Tréð er sitkagreni sem gróðursett var árið 1949 og var það tekið úr jaðri Svartagilshvamms í Haukadal í Biskupstungum. Sá Einar Óskarsson verkstjóri um að velja tréð og fella. Var um að ræða grisjun úr reitnum svo eftirstandandi tré eiga eftir að þrífast betur fyrir vikið. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd sem Kristinn H. Þorsteinsson tók er tréð hið glæsilegasta.