Gróðursetning er hafin að Laxaborg í Dalabyggð. Búið er að gera 4 ára áætlun um að gróðursetja í land Skógræktar ríkisins að Laxaborg og verður verkið unnið í samstarfi við Landsvirkjun. Nú í ár verða settar niður um 15 þúsund plöntur í landið; alaskaösp, stafafura og birki. Alaskaöspin kemur úr beði frá Vöglum en stafafuran og birkið frá Sólskógum. Á meðfylgjandi myndum sjást starfsmennirnir Guðni Meisch og Leifur Runólfsson við gróðursetningu á alsakaösp í gömlu túnin á Laxaborg. Einnig sést í Gumma í Geirshlíð sem að borar fyrir plöntunum en hann sló auk þess túnið með úthagasláttuvél áður en verkið hófst.

11062012-3

11062012-1

Myndir og texti: Valdimar Reynisson