Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í grisjun á Stálpastöðum í Skorradal. Um er að ræða tvo aðskilda reiti.

Nánari upplýsingar um þá er að finna hér að neðan, í meðfylgjandi excelskjölum og kortmyndum. Tilboð skulu vera sundurliðuð eftir svæðum. Heimilt er að bjóða í útkeyrslu viðar með vagni úr reitunum. Tilboðum í grisjun og útkeyrslu skal haldið aðskildum. Heimilt er að skila inn frávikstilboðum. Öll tré í reitunum með þvermál yfir 5 cm voru mæld og reiknuð með í trjáfjölda.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Skógræktar ríkisins á Hreðavatni eða senda í tölvupósti á netföngin birgir@skogur.is eða christoph@skogur.is fyrir 27. september 2011 kl. 10:00. Tilboð verða opnuð á sama stað, 27. september kl. 11.00.  Nánari upplýsingar um útboðið fást með því að senda tölvupóst á netföngin birgir@skogur.is eða christoph@skogur.is eða í síma 844-0433. Skógrækt ríkisins áskilur sér rétt til að taka tilboðum að hluta, í heild eða hafna öllum.

Gögn: