Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í grisjun á tveimur reitum í Stálpastaðarskógi í Skorradal. Reitirnir eru annars vegar 0,18 ha af rauðgreni og hins vegar 0,62 ha af sitkabastarð. Heimilt er að bjóða í útdrátt/útkeyrslu viðarins úr reitunum.  Bjóða skal í hvort verkið fyrir sig. Tilboðum í grisjun og útdrátt/útkeyrslu skal einnig haldið aðskildum.

Nánari upplýsingar fást hjá Lárusi Heiðarssyni, skógræktarráðunaut (893-0105  / lalli[hjá]skogur.is) og Birgi Haukssyni, skógarverði á Vesturlandi (893-3229 / birgir[hjá]skogur.is). Tilboð skal senda á bæði netföng eða skila á skrifstofu Skógræktar ríkisins á Hreðavatni  fyrir 19. apríl nk. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl.13:00.

Skógrækt ríkisins áskilur sér rétt til að taka tilboðum að hluta, í heild eða hafna öllum.


Útboðsgögn: