Reitur með aspar- og greniskógi

Skógræktin óskar fyrir hönd landeigenda eftir tilboðum í grisjun og útkeyrslu á Spóastöðum Biskupstungum. Um er að ræða einn reit með blönduðum aspar- og greniskógi, 1,4 hektarar að stærð (sjá mynd). Öspina á að fjarlægja að mestu en gróðursett var í raðir ösp og greni til skiptis. Tilboðum í grisjun og útkeyrslu skal haldið aðskildum. Heimilt er að bjóða eingöngu í útkeyrslu viðarins úr reitnum. Öll verð skulu vera með vsk.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Skógræktarinnar, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir eða senda tölvupóst á olof@skogur.is fyrir miðvikudaginn 19. apríl kl.11.00. Tilboðin verða opnuð á sama stað og dag kl. 11.30. Ekki eru gefnar upplýsingar um útboðið í síma en hægt er að óska eftir skýringum á útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á olof@skogur.is

Skógræktin áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Gögn