Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í grisjun á tveimur svæðum við Hallormsstaðaskóg á Fljótsdalshéraði. Um er að ræða tvö svæði sem annarsvegar eru 3.89 ha á Buðlungavöllum og hinsvegar 2.42 ha á Hafursá. Einnig er heimilt að bjóða í útkeyrslu viðarins með vagni úr reitunum.  Bjóða skal í hvort verkið um sig. Tilboðum í grisjun og útkeyrslu skal einnig haldið aðskildum.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Skógræktar ríkisins á Hallormsstað. Tilboðin verða opnuð á sama stað 10. ágúst kl. 13:00