(mynd: Þröstur Eysteinsson)
(mynd: Þröstur Eysteinsson)

Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í grisjun á Hafursá við Hallormsstaðaskóg á Fljótsdalshéraði. Um er að ræða tvö aðskild svæði. Neðan þjóðvegar er lerkireitur sem er alls 2,65 ha. Ofan þjóðvegar eru reitir sem eru samtals 3,34 ha.

Nánari upplýsingar um reiti er að finna hér að neðan. Tilboð skulu vera sundurliðuð eftir svæðum. Heimilt er að bjóða í útkeyrslu viðar með vagni úr reitunum. Tilboðum í grisjun og útkeyrslu skal haldið aðskildum. Heimilt er að skila inn frávikstilboðum.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Skógræktar ríkisins á Hallormsstað eða senda í tölvupósti á netfangið thor[hjá]skogur.is fyrir 29.desember 2009 kl. 10:00. Tilboð verða opnuð á sama stað 29. desember kl. 11.00.  Ekki eru gefnar upplýsingar um útboðið í síma en hægt er að óska eftir skýringum á útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á thor[hjá]skogur.is eða lalli[hjá]skogur.is.

Skógrækt ríkisins áskilur sér rétt til að taka tilboðum að hluta eða í heild eða hafna öllum.


Útboðsgögn: