Erlendar skógarafurðir hafa á undanförnum mánuðum hækkað í verði og því hefur eftirspurn eftir íslenskum skógarafurðum aukist á sama tíma. Skógrækt ríkisins hefur brugðist við þessari þróum með að leggja aukna áherslu á grisjun og reynt að koma til móts við eftirspurnina eftir bestu getu. Ljóst er þó, þegar tekið er tillit til stærðar skógarauðlindarinnar á Íslandi, að hún mun hún aldrei ná að uppfylla allar þarfir Íslendinga.

Grisjunarátakið sem nú stendur yfir í Haukadalsskógi á Suðurlandi er eitt þeirra stærstu sem Skógrækt ríkisins hefur ráðist í og von er á fleiri stórum verkefnum af þessu tagi. Í skóginum eru nú saman komnir 6 skógarhöggsmenn sem munu í tvær vikur grisja skóg gróðursettan árið 1961. Um er að ræða blandskóg, þ.e. bæði sitkagreni og stafafuru. Meðalhæð trjánna er um 13 m og svæðið sem á að grisja u.þ.b. hektari að stærð. Svæðið var síðast grisjað fyrir 10 árum og því var mikil þörf á að grisja svæðið á ný.


frett_13022009(2)