Í febrúar var boðin  út grisjun í Hallormsstaðaskógi í lerki alls  4.72 ha. Alls bárust fjögur tilboð í verkið. Tilboð bárust frá Næturverk ehf/JB Verk ehf, Skógráði ehf, Helga H. Bragassyni og Græna Drekanum ehf. Lægsta tilboð átti Skógráð ehf og var gengið frá samningum  í síðustu viku. Verktaki hefur þegar hafið grisjun og eru fjórir grisjunarmenn í skógi þessa dagana. Lerkiskógurinn var gróðursettur um  1955 og er meðalhæð trjáa um 12 m. Svæðið var fyrsta samfelda gróðursettningin í Hallormsstaðaskógi eftir langt hlé eða frá því að lerki var gróðursett í Guttormslundi árið 1938.

 

Myndir:

Skógarhöggsmenn: f.v. Jón Þ. Þorvarðarson, Ásmundur Þórarinsson, Loftur þ. Jónsson og Christoph Wöll

frett_28022008(1)

frett_28022008(2)