(Mynd: Christoph Wöll)
(Mynd: Christoph Wöll)

Þessa dagana er grisjað í Hrafnagjárhalli á Þingvöllum. Þar er þéttur og hávaxinn greniskógur, 50-60 ára gamall, og hefur vöxtur þar verið mjög mikill undanfarin tuttugu ár. Grisjarar eru starfsmenn Skógræktar ríkisins á Vestur- og Suðurlandi.

Við grisjunina eru fyrst höggnar útkeyrslubrautir til að gera skóginn aðgengilegan, bæði til grisjunarinnar sjálfrar og til útkeyrslu á viði. Að því loknu er grisjað út frá brautunum. Bolirnir eru fluttir niður að vegi, en lim og toppar skildir eftir í skógarbotninum þar sem þeir grotna smám saman niður og verða að mold. Viðurinn verður síðan seldur til að standa undir grisjunarkostnaði. Ávallt fylgir grisjun nokkurt rask, en reynt er að hafa það í lágmarki og skógar eru yfirleitt fljótir að jafna sig. Í kjölfarið verður skógurinn í Hrafnagjárhalli aðgengilegri til útivistar en hann hefur verið undanfarin ár.

frett_20012011_4

frett_20012011_3

Myndir: Birgir Hauksson, skógarvörður á Vesturlandi og Christoph Wöll, aðstoðarskógarvörður

Texti: Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna