(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands vill vekja athygli á áhugaverðum námskeiðum. Von er á nokkrum námskeiðum til viðbótar fljótlega.

Skráningar á öll námskeiðin skal senda á endurmenntun(hjá)lbhi.is. Fram þarf að koma nafn þátttakaanda, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs. Einnig er hægt að skrá þátttöku í síma: 433 5000.

Benda má á nokkur þessara námskeiða sem gætu höfðað til áhugafólks um tré og skógrækt.
 

9. febrúar Nýting belgjurta til að auka frjósemi og afurðargetu jarðvegs - Hvanneyri
10. febrúar
Trjáfellingar og grisjun með keðjusög
6. mars
Trjá- og runnaklippingar I - Reykir
20. mars
Trjá- og runnaklippingar I - Hvanneyri
16. apríl
Að breyta sandi í skóg - endurheimt skóglendis á örfoka landi - Gunnarsholt
17. apríl
Jarðgerð / Safnhaugagerð
20. maí
Umhirða opinna svæða

Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á vefsíðu Landbúnaðarháskólans.