Mynd: Þór Þorfinnsson
Mynd: Þór Þorfinnsson

Skógrækt ríkisins hefur nú komið upp grillaðstöðu fyrir almennig á jörðinni Jórvík í Breiðdal, við einn þjóðskóganna. Grillaðstaðan er staðsett við veginn upp að gamla Jórvíkurbænum og er ættluð öllum gestum sem vilja njóta dagstundar í skóginum.

Skógrækt ríkisins eignaðist hluta úr Jórvíkurlandi árið 1958, þ.e. mestallt skóglendið. Birkiskógurinn var girtur af 1961 og fljótlega hófust tilraunir með trjátegundir. Þar má finna meðal annars rauðgreni, sitkagreni, lerki og stafafuru ásamt fleiri tegundum. Geta má þessa að í Jórvík má finna innan skógargirðingarinnar íslensku blæöspina sem fundist hefur náttúrulega uppvaxin á örfáum stöðum á landinu.


frett_19072011_2


Texti og myndir: Þór Þorfinnson, skógarvörður á Austurlandi.