Skógarvörðurinn á Suðurlandi gekk fram á gæsahreiður í 12-15 m háum sitkagreniskógi í Haukadal. Er líklega um að ræða grágæs sem orpið hefur fimm eggjum í lok apríl. Gæsin var ekki á því að láta góma sig og flaug upp í gegn um trjákrónurnar með miklum bægslagangi þegar gesti bar að garði. Ólíklegt er að kuldahretið hafi nokkur áhrif á varpið enda skjólgott í skóginum. Mega skógargestir eiga von á að sjá gæsahópa á ferli eftir skógarstígunum þegar líður á sumarið.