Í morgun var prófaður högghaus í greni- og furuskógi í Heiðmörk. Högghaus er tæki sem fest er við krana og heggur og afkvistar tré. Sorpa keypti högghausinn á dögunum og notar hann til að afgreina tré úr görðum sem berast fyrirtækinu í töluverðu mæli. Verkfærið var fest á 15 t gröfu sem sést á meðfylgjandi myndum. Felld voru nokkur tré og þrátt fyrir litla reynslu gröfumannsins í skógarhöggi tókst að afkvista og búta niður bolina.  Þetta er tækni sem vert er að skoða betur og er þetta líklega lausnin til að sinna grisjun í framtíðinni, enda getur vanur maður höggvið margfalt með slíku tæki en hægt er með keðjusög. SORPA ljáði góðfúslega tækið til grisjunarinnar.