Skógræktarsvæðið á Brekku myndað úr lofti sumarið 2022. Allur gróður er í mikilli framför og gróskan…
Skógræktarsvæðið á Brekku myndað úr lofti sumarið 2022. Allur gróður er í mikilli framför og gróskan greinilega vaxandi. Ljósmynd: Guðríður Baldvinsdóttir

Gróskumikið skóglendi er nú að vaxa upp þar sem um aldamótin var rýr mói með melum á milli í landi Brekku í Núpasveit við Öxarfjörð. Landið er allt í mikilli framför, þar á meðal birkitorfur sem þar voru fyrir, og forðast hefur verið að gróðursetja í bestu berjabrekkurnar. Myndirnar tvær sem hér fylgja segja meira en mörg orð.

Brekka árið 2000. Girðingin er svæðið sem er nokkurn veginn á miðri myndinni að ofan þar sem birki og víðir er áberandiJörðin Brekka er skammt sunnan við Kópasker. Þar eru þokkaleg skógræktarskilyrði á skjólsælustu svæðunum en hærra í landinu taka við rýrari og vindasamari svæði sem engu að síður eru einnig að klæðast skógi. Lerki er megintegund á skógræktarsvæðinu en birkitorfur var að finna á jörðinni ásamt víði áður en skógrækt hófst og þær hafa notið góðs af friðun og ræktun. Haft hefur verið í huga við skógræktina á Brekku að gróðursetja ekki í bestu berjabrekkurnar.

Meðfylgjandi myndir eru teknar með rúmlega tuttugu ára millibili, sú fyrri af jörðu niðri haustið 2000 og sú síðari með dróna sumarið 2022. Þær sýna í grófum dráttum sama svæðið. Girðingin sem sést á eldri myndinni er svæðið fyrir miðju á þeirri nýju, þar sem sést að birki og víðir er meira áberandi en lerki og greni. Sama fellið sést efst í hægra horni beggja myndanna.

Texti: Pétur Halldórsson
Heimild: Guðríður Baldvinsdóttir