Skipulag og viðhald á hálendum svæðum Skotlands og víðar

Landvernd efnir til hádegisfyrirlestrar um þróun göngustíga föstudaginn 3. október kl. 12.15 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Þar talar Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum á útivistarsvæðum.

Bob Aitken er frumkvöðull í skipulagningu og viðhaldi á göngustígum á hálendum svæðum í Skotlandi og víðar. Hann veltir upp leiðum til að takast á við þær áskoranir og tækifæri sem felast í skipulagi göngustíga hérlendis með tilliti til aukins fjölda ferðamanna og aukins áhuga Íslendinga á útivist. Bob hefur sértæka reynslu í lagningu stíga á hálendi um allan heim og má þar nefna í evrópsku Ölpunum, á Írlandi, á hálendi Skotlands og víðar í Bretlandi. Bob hefur starfað við ráðgjöf í göngustígastjórnun og viðhaldi þeirra á viðkvæmum svæðum undanfarin 30 ár.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Texti: Pétur Halldórsson
Mynd af stígagerð í Þórsmörk: Hreinn Óskarsson