Alan C. Gange, prófessor í örveruvistfræði frá Royal Holloway University of London, heldur fyrirlestur í Öskju (stofu 132) í Háskóla Íslands föstudaginn 18. júní kl. 11:00.

Alan C. Gange er leiðandi í rannsóknum á sviði plöntu- og örveruvistfræði. Rannsóknir hans byggjast á athugunum á samskiptum lífvera á mismunandi fæðustigum í náttúrunni. Einkum hefur Alan C. Gange rannsakað áhrif AM svepparótar á skordýrabeit á laufi plantna. Hann mun heimsækja Ísland sem andmælandi við doktorsvörn Eddu S. Oddsdóttur og að auki mun hann halda fyrirlestur um rannsóknir sínar.