Skógarverðir og aðrir starsfmenn sem koma að þjóðskógunum, funda í dag á aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum.

Skógarverðir eru staðsettir í hverjum landshluta og sinna þar umsjón með skógum á svæðinu. Í dag funda þeir aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum, ásamt sviðsstjóra þjóðskóganna og öðrum sem starfa við skógana. Að mörgu er að hyggja við umsjón skóganna og í dag er farið yfir ýmis mál, s.s. fjárlög, grisjun skóganna, flutninga á timbri, merkingar í skógunum og samstarfssamninga við aðra aðila.