(Mynd: Jón Loftsson)
(Mynd: Jón Loftsson)

Síðastliðinn fimmtudag kom nefnd um endurskoðun skógræktarlaga saman á Fljótsdalshéraði. Um fyrsta eiginlega vinnufund nefndarinnar var að ræða og var m.a. fjallað um sögu skógræktarlaga hér á landi, stefnumótun og skipulag Skógræktar ríkisins, hagsmunahóp og samráðsferli. Nefndarfólk fór í skoðunarferð um Fljótsdalshérað og kynnti sér skógrækt bænda, nytjaskógrækt, ungskógagrisjun, kurlkyndistöðina á Hallormsstað og viðarvinnslu.

Áætlað er að nefndin fundi næst í lok mánaðarins og svo aftur í byrjun þess næsta. Í lok ársins mun nefndin ljúka störfum og skila gögnum til umhverfisráðuneytisins sem mun vinna þau áfram.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nefndarfólkið, þau Þröst Ólafsson, formann skógræktarfélags Reykjavíkur, Þröst Eysteinsson, sviðstjóra Þjóðskóganna, Brynhildi Davíðsdóttur, dósent við við Háskóla Íslands, Valgerði Jónsdóttir, framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga og formann nefndarinnar, Glóeyju Finnsdóttur, lögfræðing umhverfisráðuneytisins og Jón Geir Pétursson, sérfræðing umhverfisráðuneytisins. Á myndirnar vantar Jón Loftsson, skógræktarstjóra, sem smellti af.


frett_23052011_2




Texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir
Myndir: Jón Loftsson