(Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)


Skógrækt ríkisins skilað umsögn um frumvarp til breytinga á náttúruverndarlögum til umhverfisráðuneytisins í síðustu viku. Meðal þess sem þar kemur fram er:

  • Þessi nálgun er ekki gjaldgeng í nútíma stjórnsýslu því hún eykur skrifræði og kostnað, sem hvorki tekur á raunverulegum vandamálum né hvetur til þess að almenningur fari að lögunum.
  • Lagt er til að birkiskógum og leifum þeirra verði ekki bætt við 37. gr. því það 1) gerir stjórnsýslu flóknari og 2) eykur ekki vernd birkiskóga.
  • Skógrækt ríkisins leggur til að hætt verði við að innleiða nýjar greinar í stað 41. gr. núgildandi náttúruverndarlaga. Ennfremur er lagt til að núverandi 41. grein verði felld niður og að önnur komi í staðinn.
  • Viðhald birtingarmynda þeirrar gríðarlegu búsvæðaeyðingar sem hér hefur átt sér stað getur ekki verið markmið náttúruverndar á Íslandi.
  • Tjón á líffjölbreytni af völdum ágengra framandi lífvera hérlendis virðist ekki vera mikið og því óþarfi að setja um það lög sem hafa áhrif langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.
  • Þessi óljósu viðmið gera lagasetningu og eftirfylgni laganna afar vafasama og býður þeirri hættu heim, að eftirlitsstjórnvaldið ráði illa við túlkun laganna og taki ákvarðanir sínar eftir geðþótta eða sérvisku. 
  • Þá getur ráðherra, skilyrðislaust og án samráðs við nokkurn, ákveðið að banna innflutning og dreifingu einstakra lífverutegunda. Þessar tillögur hafa því í för með sér grundvallar stjórnkerfisbreytingu í átt frá lýðræðislegum vinnubrögðum til gerræðis.
  • Huglæg, einstaklingsbundin og fyrirvaralaus afstaða til þess, hvort tiltekið fyrirbæri flokkist til náttúru eða ónátturu getur seint orðið grundvöllur lagasetningar.

Skoða umsögnina í heild sinni.


Texti: Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri