Grisjun: Eins og komið hefur fram  þá hefur frá því í febrúarlok verið mikil
 grisjun hér í gangi. Grisjaðir hafa verið tæplega 30 ára gamlir lerkireitir
 á Hafursá og í Mjóanesi. Sumt af þessum reitum er fyrsta grisjun.  Þar eru
 reitir sem gróðursettir voru með 2 m millibili.  Um tíu manns hafa verið í
 grisjunni, helmingur hópsins voru bændur á vegum Héraðsskóga sem verið hafa
 í starfsþjálfun hjá deildinni.  Þarna hefur verið um sameiginlegt hagsmunmál okkar og Héraðskóga sem hefur orðið til þess að umtalsvert svæði hefur verið
 grisjað.  Mikið af þessu efni sem til fellur er lélegt og nýtist því illa.
 
 Fletting: Unnið hefur verið í flettingu á lerki í vetur sem farið hefur í
 þurrk eða til Viðarmiðlunar /Byko. Sendir voru lerkibolir til Húsavíkur, þar
 voru bolirnir sagaðir í parkettefni og þurrkað . Efnið var síðan lagt á 170m3
 gólf í Sesseljuhús á Sólheimum í Grímsnesi. sem allt er hannað og byggt á
 vistvænan hátt t.d er  einangrunin úr íslenskri ull af kollóttu fé úr
 Bárðardalnum.
 
 Önnur verkefni: Vinnurými í skemmu var málað í hólf og gólf, smíðuð voru
 útiborð úr lerki  sem fara út á gönguleiðir. Þessa dagana erum við að
 viðhalda gamalli ræktunaraðferð skógarplantna. Verið er að rúlla í móband
 rússalerki/Arkangelsk úr beðsáningu. Fræ sem var með undir 5% spírun og stóð
 jafnvel til að henda, fræið spíraði reyndar miklu betur.
 
 Tæki: Toyotu bifreið var skipt út fyrir rekstrarleigubíl af Nissan gerð. Til
 okkar er kominn pallbíl einn undurfagran sem notaður var til flutnings á
 jólatrjám í Skorradal. Síðan í febrúar höfum við verið með á leigum notaðan
 Valmet traktor frá Búfjöfri í grisjunarverkefninu, honum verður skilað í lok
 apríl.
 
 Hópurinn úr Skógvistverkefninu var hér um daginn að velja svæði til
 rannsóknanna.  Því er að mestu lokið og verður spennandi að fylgjast með þeim
 félögum. Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur og hagyrðingur kastaði fram
 nokkrum vísum í þeirri ferð ég skora á hann að láta nokkrar flakka.

Bestu kveðjur, Þór Þorfinnsson