Rætt við Árna Bragason landgræðslustjóra

Landgræðslan, Landbúnaðarháskólinn og Orka náttúrunnar eru með vikulega þætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir ganga undir heitinu Græðum landið.  Í gærkvöldi var 25. þáttur sendur út. Þátturinn er einnig vistaður á heimasíðu Landgræðslunnar.

Í þættinum ræðir Árni Bragason, landgræðslustjóri um hlýnun jarðar og skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum (Global Land Outlook). Í skýrslunni er fjallað um notkun landgæða í heiminum og framtíð þeirra frá mörgum hliðum. Þá er rætt við Rakel Garðarsdóttir sem er stofnandi og formaður samtakanna Vakandi sem berjast gegn matarsóun. Rakel er mikil baráttukona fyrir aukinni meðvitund almennings um matarsóun, matvælaöryggi og loftslagsbreytingar.

Þátturinn á síðu Landgræðslunnar á YouTube

Vefur Landgræðslunnar