Fyrir skömmu var byrjað að grafa fyrir væntanlegri kurlkyndistöð á Hallormsstað. Bygging kyndistöðvarinnar hefst á næstu vikum en heildargrunnflötur er um 100 m². Verkið er unnið af Sveini Ingimarssyni verktaka og kurlketillinn kemur frá þýska fyritækinu Heizomat.

Stofnað hefur verið hlutafélagið Orkuskógar hf og mun það sjá um rekstur kyndistöðvarinar. Orkuþörf er um 1400 m³ af kurli á ári eða 560m³ af timbri.