Þessi myndarlegu tré hafa vaxið upp úr berum sandi og grjóti á Hólasandi. Jafnvel þótt lerki sé ekki…
Þessi myndarlegu tré hafa vaxið upp úr berum sandi og grjóti á Hólasandi. Jafnvel þótt lerki sé ekki gróðursett á Hólasandi með timburnytjar að markmiði eru horfur á að slíkar nytjar geti orðið þar í framtíðinni. Ónýtt land sem varð að auðn vegna ofnytja mannsins verður þar með verðmætt nytjaland á ný og gefur afurðir og tekjur.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri flytur erindi á fundi Skógræktarfélags Kópavogs

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 26. október og hefst hann kl. 20:00.  Á fundinum mun Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri flytja erindi í máli og myndum um uppgræðslu og skógrækt á Hólasandi – en þar hefur náðst einstaklega góður árangur við uppgræðslu örfoka lands.

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs