Félag skógareigenda á Vesturlandi og Skógrækt ríkisins héldu fræðslufund í Búðardal s.l. þriðjudag um "Gæði lands og nytjar". Fræðslunni var ætlað að varpa ljósi á mismunandi verðmæti lands, fornleifar og skógrækt og hvernig þessir þættir geta farið vel saman. Framsögumenn voru þau Ragnheiður Tryggvadóttir frá Þjóðminjasafninu og þeir Ólafur E Ólafsson og Ólafur Oddsson frá Skógræktinni.

Fundurinn tókst vel að mati fundarhaldara þó fundargestir hefðu mátt vera fleiri.