Iðnviðarskógur með alaskaösp getur gefið uppskeru aftur og aftur án þess að gróðursetja þurfi ný tré…
Iðnviðarskógur með alaskaösp getur gefið uppskeru aftur og aftur án þess að gróðursetja þurfi ný tré í stað þeirra sem felld eru. Með því að rækta iðnvið innan lands dregur úr þörfinni fyrir innflutning slíks efnis. Með þessu dregur úr útblæstri koltvísýrings, gjaldeyrir sparast, atvinna skapast við ræktun og úrvinnslu og þar fram eftir götum.

Þorbergur Hjalti Jónsson talar á fræslufundi Skógræktarfélags Kópavogs

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar þriðjudaginn 30. janúar 2018, kl. 20. Á fundinum talar Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, um markað fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfellda skóggræðslu.

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a í Kópavogi, sjá staðsetningu á meðfylgjandi korti.

Kaffi og meðlæti verður í boði félagsins. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að opnuð hafi verið ný vefsíða félagsins á slóðinni skogkop.is.