Skógrækt ríkisins hefur hætt innflutningi á trjáfræi til almennrar sölu.  Skógræktin mun framvegis aðeins flytja inn fræ til eigin nota.  Hins vegar mun Skógræktin safna og selja fræ af öllum trjátegundum sem bera þroskað fræ hér á landi.  Rannsóknastöð Skógræktar, Mógilsá, sér um að selja þetta fræ.  Mógilsá tekur að sér að spírunarprófa fræ fyrir viðskiptavini og kostar 2 þúsund krónur hvert sýni.  Slík próf eru hentug fyrir þá sem kaupa og/eða safna fræi en vilja upplýsingar um spírun og gæði.  Spírunarpróf er innifalið í verðinu sem er gefið upp á frælistanum.