Eftir rigningar síðasta sólahringinn eru gífurleg flóð í Fljótsdal.  Gróðursetningar á eyrunum við Víðivelli eru á kafi.  Í metflóðunum í fyrra var vatnsstaðan þó hærri og ekki er hægt að sjá að það hefði skemmt fyrir plöntunum þá. 

En þó skógræktarmenn séu ekki með miklar áhyggjur af stöðu mála (þ.e. stöðu vatna) þá er verktakafyrirtækinu Fosskraft ekki skemmt.