Vegna fréttar um fjölda gistinátta í Þjóðskógum vildi ég koma eftirfarandi leiðréttingu að. Ég hef þetta á innskógafréttunum enda þykir mér hálf asnalegt að senda leiðréttingu inn á aðalsíðuna.

Tölur þær sem birtust á aðalsíðunni um fjölda gistinátta í Þjórsárdal voru ekki byggðar á sömu forsendum og gistináttafjöldi á Vöglum og Hallormsstað. Alls voru seldar 4000 gistinætur í Þjórsárdal á tjaldsvæðinu í Sandártungu, þ.e. 12 ára og eldri. Ekki er búið að bæta barnafjöldanum með eins og í hinum tilfellunum. Því myndi ég giska á að a.m.k. 8000 gistinætur væru nær lagi á tjaldsvæðinu á Sandártungu. Í Þjórsárdal er einnig rekið hjólhýsasvæði. Útreikningar okkar gera ráð fyrir a.m.k. 15 þús gistináttum á því svæði, en hjólhýsafélagar þar búandi halda því fram að gistinætur séu helmingi fleiri.

Út frá okkar bestu upplýsingum og útreikningum tel ég því að gistinætur í Þjórsárdal hafi á þessu ári verið á bilinu 20-25 þús.