Í einum af Þjóðskógunum á Suðurlandi, Þórsmörk, má ef vel er leitað finna fjögurra laufa smára og jafnvel plöntur með 5-6 laufum. Finnast þessir smárar á nokkrum stöðum í Mörkinni og vaxa þar í breiðum. Skógrækt ríkisins hvetur ferðalanga í skógunum í Þórsmörk til að líta niður fyrir sig og gá hvort þar leynist ekki fjögurra laufa smári, en það er talið gæfutákn að finna slíkt blóm.