Fjárlög ríkisins 2004 hafa nú verið afgreidd frá Alþingi og liggur þá fyrir með hvaða hætti fjárveitingar dreifast á þau þrjú verkefni sem Héraðsskógar/Austurlandsskógar hafa til umsjónar.  Til samanburðar eru höfð með árin 2002 og 2003.  Upphæðir eru í miljónum króna.

Fjárlög     2002   2003   2004 
Héraðsskógar    87,5  89,7  99 
Grænsíða-gagnagrunnur  - 10 
Austurlandsskógar  10,7  22,4  29,2 
Samtals   98,2 122,1  136,2 

Samkvæmt þessu hafa fjárveitingar til skógræktar á Austurlanda verið að stíga eða sem nemur 23,9 m.kr. á milli árana 02-03 og 14,1 m.kr. á milli 03-04. eða samtals um 38 m.kr. á þessu tímabili 02-04. Á þessu tímabili koma inn fjárveitingar í tímabundið verkefni sem kallast Grænsíða. Þetta er samstarfsverkefni allra landshlutabundinna skógræktarverkefna og Skógræktar ríkisins um gerð gagnagrunns í skógrækt og unnið með Tölvusmiðju Austurlands. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki á næsta ári.